Háskóli Íslands

Ævar vísindamaður í Vísindasmiðjunni

Ævar vísindamaður kom í heimsókn í Vísindasmiðjuna í vetur og tók upp innslag fyrir sjónvarpsþáttinn sinn sem sýndur hefur verið á RÚV. Ari Ólafsson, forstöðumaður Vísindasmiðjunnar tók á mót Ævari og sýndi honum hin ýmsu tæki og tól sem þar eru að finna. Afraksturinn var sýndur í síðasta þætti vetrarins sem má nálgast í Sarpi RÚV. Innslagið hefst þegar 13 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is