Fjör í Vísindasmiðjunni á Háskóladaginn

Vísindasmiðjan var opin gestum á gangandi á laugardaginn var en þá var Háskóladagurinn haldinn og allar námsleiðir háskólans kynntar með lifandi og skemmtilegum hætti. Í Háskólabíói var sprellfjörug og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Háskóladansinn sýndi listir sýnar, Sprengjugengið landsfræga var með sýningar og loks var Vísindasmiðjan opin upp á gátt. Í smiðjunni kynntu heilu fjölskyldurnar sér undur vísindanna með lifandi hætti og gestir prófuðu hin ýmsu tæki og tilraunir.

Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Vísindasmiðjuna á laugardaginn kærlega fyrir komuna.