Háskóli Íslands

Jarðfræði

Jarðfræði er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á samsetningu og uppbyggingu jarðlaga, jarðsögu og þeim ferlum sem móta jörðina.

Spurningar til íhugunar um jarðfræði

Hvað er jarðfræði? Hver er munurinn á jarðfræði og öðrum greinum náttúrufræðinnar, eins og t.d. líffræði?

Hver eru helstu viðfangsefni jarðfræðinga í heiminum? En á Íslandi?

Tengist jarðfræði daglegu lífi jarðarbúa? En okkar á Íslandi? Er einhver sérstök ástæða til að rannsaka jarðfræði?

Af hverju er Ísland jarðfræðilega virkara heldur en önnur landsvæði á jörðunni?

Hvað er Ísland gamalt og hvernig hefur það þróast í gegnum jarðsöguna? Hvernig myndaðist Ísland?

 

Nokkur svör tengd jarðfræði Íslands á Vísindavefnum

Um flekaskilin á Þingvöllum:

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?

 

Um jökla á Íslandi:

Hvað er jökull?

Hvernig myndast jöklar?

Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?

 

Um eldgos og eldvirkni:

Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?

Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?

 

Um jarðsögu Íslands:

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is