„Mér fannst allt frábært og snilld“

 

Nemendur og kennarar sem hafa heimsótt Vísindasmiðjuna hafa sýnt mikla ánægju með komu sína. Spurð að því hvað þeim þyki skemmtilegast hafa nemendur gefið svör á borð við:
„Mjög merkilegt þegar róló pendúla teiknaði, hjólið var merkilegt líka og skálin með vatninu. Ég ætla að koma aftur, þið eruð frábær“ og  „æðisleg ferð og finnst flott eins og er. Thank you very much.“ Eða „Mér fannst allt frábært og snilld.“
 
Vísindasmiðjan hefur þó alltaf rúm til þess að bæta sig, þróa fyrirlestrana og bæta við tækjum. 
 
Gaman væri að heyra hvað ykkar hópi fannst. Skrifið okkur endilega á Facebook síðu Vísindasmiðjunnar eða sendið okkur ábendingar visindasmidjan@hi.is.