Opið hús á Háskóladeginum 2019

Nóg var um að vera í Háskóla Íslands á Háskóladaginn 2019. Opið var fyrir gesti gangandi í Vísindasmiðjunni í Háskólabíó. Einnig var Sprengjugengið með sýningu og Vísindabíó í gangi.

Opið var í allskonar tæki, tól, tilraunir, þrautir, leikir og óvæntar uppgötvanir var í boði fyrir alla aldurshópal sem smiðjan býður upp á og Stjörnu-Sævar mætti með alvöru "geimsteina" frá tunglinu og mars.

  • Gestir á öllum aldri fengu að kynnast undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teikna listaverk með rólu, leika á syngjandi skál, smíða vindmyllu, skoða tungl, stjörnur og loftsteina og ótalmargt fleira.
  • Hitamyndavélin varpaði óvæntu ljósi á innri mann.
  • Hægt var að móta fjöll, höf og eyjar í landslagssandinum.
  • Vindorkan beisluð með fögrum vindmylluvængjum.
  • Leyndardómar myrkraherbergisins: botnlaus brunnur, syngjandi skál, ljóslifandi litir, furðuspeglar, huldugrísir, mannlegur hátalari og logandi flauta

Skemmtilegur dagur í alla staði!