Háskóli Íslands

Opið hús og LEGO-keppni í Háskólabíói

Síðastliðinn laugardag var opið hús í Vísindasmiðjunni, en þá var FIRST LEGO League keppnin haldin í tólfta skiptið hér á landi. Í ár voru tuttugu og eitt lið grunnskólanema víðs vegar af landinu skráð til leiks og var keppnin lokapunktur á margra mánuða undirbúningi liðanna. 

Öllum var velkomið að fylgjast með keppninni og var ýmis önnur skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna í Háskólabíói þennan dag. Fyrirtækið Krumma var með vinnustofur þar sem hægt var að spreyta sig á LEGO-verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga. Í tengslum við þema ársins, sem var samstarf manna og dýra, mættu Björgunarsveitarhundar Íslands með leitarhudnar, býflugur frá Friðheimum voru til sýnis og Edda Elísabet Magnúsdóttir, helsti hvalasérfræðingur landsins fræddi gesti og gangandi um hegðun hvala. Síðast en ekki síst var opið hús í Vísindasmiðjunni þar sem gestir fengu að prófa eitt og annað, meðal annars glænýja sandkassann okkar.

Fleiri myndir eru á Facebook.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is