Rafmögnuð stemning í Húsdýragarðinum

Leiðbeinendur Vísindasmiðjunnar verða í rafmagnaðri stemningu í Húsdýragarðinum laugardaginn 27.janúar n.k. Það eru Orka náttúrunnar og Veitur sem bjóða upp á skemmtun og fræðslu um rafmagnið fyrir alla fjölskylduna. Vísindasmiðjan verður með tilraunir, þrautir og ýmis tæki og tól í veitingahúsinu í garðinum. 

Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, smíðað vindmyllu og margt fleira. Kannaðar verða stjörnur, sólir og tungl og gestum boðið að spreyta sig á að búa til einfalt vasaljós. 

Sævar Helgi Bragason fræðir unga sem aldna um leyndardóma raforkunnar.

Boðið verður upp á heitt kakó og kruðerí og aðgangur er ókeypis í garðinn á meðan viðburðurinn fer fram. Allir hjartanlega velkomnir! 

Nánar hér: https://www.facebook.com/events/1991356864410270/