Sannkallað rafstuð í Húsdýragarðinum

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í fjölskyldu- og húsdýragarðinn hvar Orka náttúrunnar og Vísindasmiðjan leiddu saman hesta sína. Líkt og Sævar Helgi, vísindamiðlari í Vísindasmiðjunni sagði í samtali við mbl.is var ljúf og góð stemning og einstaklega vel sótt. 

Myndir frá viðburðinum má sjá á fésbókarsíðu Vísindasmiðjunnar.

Hér má sjá gleðina og glensið sem ríkti í rafmögnuðu stemningunni á laugardaginn.