Skráning er hafin í Vísindasmiðjuna

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vísindasmiðjuna en starfsemi smiðjunnar hefst 12. september.

Í Vísindasmiðjunni kynnast grunnskólanemendur vísindum á lifandi og gagnvirkan hátt með verklegum tilraunum á sviði eðlisfræði og fá innsýn í ýmsar aðrar vísindagreinar, svo sem jarðfræði, stjörnufræði, vindmyllusmíði, líffræði og efnafræði.

Vísindasmiðjan hentar vel í kennslu nemenda í 5.-10. bekk og hvetjum við kennara og skólastjórnendur til að heimsækja Vísindasmiðjuna og kynnast heimum vísinda á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Skráningarformið má líka nálgast í valstikunni hér að ofan.