Háskóli Íslands

Skráning hafin í Vísindasmiðjuna

Skráning er hafin í Vísindasmiðjuna Háskóla Íslands fyrir allt skólaárið 2016 - 2017. Við höfum tekið í gagnið nýtt skráningarkerfi, sem auðveldar notendum að finna lausa tíma, sjá yfirlit yfir skráningar og einnig að breyta skráningum.

Starfið í Vísindasmiðjunni fer svo á fullt skrið í næstu viku þegar fyrsti skólahópurinn mætir klukkan 9:15 á þriðjudaginn. Í vetur verður opið í smiðjunni fjóra daga í viku, frá þriðjudegi til föstudags. Stefnt er að því að hafa fjölbreyttar smiðjur í boði, meðal annars í vindmyllusmíði, eðlisfræði, jarðfræði og stjörnufræði. Þá bætist við ný smiðja í efnafræði sem verður stýrt af Kötu úr Sprengjugenginu landsfræga.

Við hlökkum til að taka á móti skemmtilegum og fróðleiksfúsum krökkum í vetur.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is