Háskóli Íslands

Spurt og svarað

Í lok heimsóknar á að senda spurningar vil starfsmanna Vísindasmiðjunnar. Hér verður þeim svarað. 

Ert þú með fleiri spurningar um Vísindasmiðjuna? Sendu okkur línu á visindasmidjan@hi.is

 

Er alltaf svona gaman hérna?

Það má segja það. Á hverjum degi fáum við í Vísindasmiðjuna hópa af fróðleiksfúsum og hressum. Það er því oft mikið fjör og alltaf gaman. 

Er Vísindasmiðjan alltaf opin?
Vísindasmiðjan er opin þriðjudaga til föstudaga. Þá er tekið á móti skólahópum. Ekki er opið fyrir almenning á þessum tímum. Stundum tekur Vísindasmiðjan þátt í viðburðum víðsvegar um landið og sýnir tól og tæki, oft í tengslum við Háskólalestina

Hvenær varð fyrsta ljósaperan til?
Margir höfðu komið við sögu við að reyna að þróa ljósaperuna. Uppgötun ljósaperunnar er þó allajafna tileinkuð Tomas Alva Edison, bandarískum uppfinningamanni en hann fékk einkaleyfi á ljósaperuna árið 1879. Það eru því tæp 140 ár síðan ljósaperan kom fram.

Hversu lengi hafið þið kennt? 
Vísindasmiðja Háskóla Íslands var opnuð vorið 2012 í Háskólabíói og hefur verið nánast fullbókað frá fyrsta degi. Leiðbeinendur í Vísindasmiðjunni eru þó með mislanga reynslu af kennslu. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref en aðrir hafa kennt við Háskóla Íslands um árabil. 

Hvernig getur maður orðið jarðfræðingur?
Til þess að verða jarðfræðingur þarf að læra jarðfræði við háskóla. Hér má lesa um jarðfræði við Háskóla Íslands:
https://www.hi.is/jardfraedi

Er gaman að vinna hér?
Já, við erum með skemmtilegan starfsmannahóp og vinnum við það sem við erum góð í og höfum gaman af. Vegna þess að við vinnum á vöktum í Vísindasmiðjunni reynum við að hittast stundum utan vinnutíma líka. 

Hvað gerir hárblásarinn?
Við bjóðum gestum okkar að sjá sjálfa sig í hitamyndavél. Í henni sjást heitir hlutir ljósir en kaldir hlutir sjást dökkir. Hárblásarinn blæs frá sér heitu lofti og þegar blásið er með honum á kaldan stað breytist liturinn í hitamyndavélinni.

Hvað er phobia?
Fóbía er sjúklegur ótti eða hræðsla við tiltekinn hlut eða fyrirbæri. 

Hvað eru þyngdarbylgjur?
Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Nánara svar má sjá hér.

Hver hannaði fyrsta nútímabílinn?
Frank Duryea og bróðir hans Charles bjuggu til fyrsta bensínbílinn árið 1893 í Ameríku. Heimild: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1470

Hvað er elding mörg volt?
Vísindavefurinn hefur svarað svipaðri spurningu. Það svar má sjá hér.

Eruð þið með háskólamenntun, ef já, hvaða?
Starfsfólk Vísindasmiðjunnar er ýmist með háskólapróf eða í námi við Háskóla Íslands. Í Vísindasmiðjunni starfa eðlisfræðingar, efnafræðingur, stjörnufræðingur og nemendur í hinum ýmsu greinum háskólans.

Hver hannaði stærðfræði? 
Það er enginn einn maður sem hannaði eða bjó til stærðfræði. Stærðfræði hefur fylgt manninum frá örófi alda, en elstu heimildir sýna að stærðfræði í Súmeru og síðar Babýlóníu þar sem byrjað var að vinna með pó, hornasummu þríhyrnings og annað sem við þekkjum enn í dag. Til eru heimildir um stærðfræði allt frá 70.000 fyrir Krist.

Hvernig er að vera í Háskóla?
Það er ekkert eitt svar til við þessari spurningu. Háskólanemendur eru mjög ólíkir og finnst áreiðanlega ekki öllum eins að vera í skóla. Fólk fer þó í Háskóla á sínum eigin forsendum og lærir það sem því langar að læra. Háskólasamfélagið sem einkennir Háskóla Íslands gerir það líka að verkum að fólki líður frekar vel í Háskóla. 

Hvað vinna margir í Vísindasmiðjunni?
Í kringum Vísindasmiðjuna vinna 15 manns við ýmis verkefni t.d. kennslu, skipulag og utanumhald. 

Hvernig verður maður vísindamaður?
Til þess að verða vísindamaður þarf að fara í Háskóla. Í Háskóla Íslands er boðið upp á nám í hinum ýmsu greinum. Samkvæmt íslenskri orðabók er vísindamaður sá sem iðkar vísindi og má því segja að sá sem lýkur grunnnámi í háskóla sé vísindamaður. Til að vinna við vísindi er betra að fara í meistara- og doktorsnám.
Allt um námsleiðir Háskóla Íslands hér: 
https://www.hi.is/grunnnam_listi

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is