Starfsfólk Vísindasmiðju tók á móti hælisleitendum

Vísindasmiðja Háskóla Íslands fékk til sín góða gesti í síðustu viku þegar að nokkrar fjölskyldur komu í heimsókn, en þær eiga það sameiginlegt að tilheyra hópi hælisleitenda á Íslandi. Hópurinn samanstóð af börnum á öllum aldri og foreldrum þeirra. Heimsóknin var skipulögð í samstarfi við Rauða kross Íslands og voru nokkrir sjálfboðaliðar frá samtökunum með í för. 

Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að miðla vísindum til allra samfélagshópa með lifandi og aðgengilegum hætti og starfsfólk Vísindasmiðjunnar vill taka virkan þátt í að taka á móti flóttafólki sem kemur til landsins. Heimsóknin var heimsóknin liður í því.

Það var mjög ánægjulegt að taka á móti þessum gestum og var ekki annað að sjá en að þeim hafi þótt heimsóknin skemmtileg. Gestirnir fengu meðal annars að skoða alls konar tæki og tilraunir og spreyta sig á vindmyllugerð. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Heimsókn hælisleitenda í Vísindasmiðju
Heimsókn hælisleitenda í Vísindasmiðju