Háskóli Íslands

Tæknidagur fjölskyldunnar í Neskaupstað

Ríflega þúsund manns komu á Tæknidag fjölskyldunnar, sem haldinn var í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað laugardaginn 15. október síðastliðinn. Dagurinn var sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun og miðaðist dagskráin við alla aldurshópa. 

Líkt og fyrri ár tók Háskóli Íslands þátt í deginum og mætti meðal annars starfsfólk frá Vísindasmiðjunni til að kynna hin ýmsu vísindi og leyfa gestum og gangandi að prófa skemmtilegar tilraunir. Gestir fengi að prófa ýmislegt; skoða loftsteina, sjá sig í hitamyndavél, spreyta sig á vindmyllusmíði, fá mynd úr rólunni sem teiknar og skoða allskonar steina og steingervinga. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is