Hvað er rafmagn?
Hvað er orka?
Af hverju snúast vindmyllur?
Hvernig getur hrærivélin heima hjá þér sýnt þér hvernig öll rafmagnsframleiðsla á sér stað?
Vindmyllur eru frábært og einfalt tól til þess að átta sig á því hvernig rafmagn er búið til úr orku sem náttúran færir okkur.
Í vindmyllusmíði eru settar saman vindmyllur og nemendur fá að hanna, smíða og prófa sína eigin vindmylluspaða á vindmyllunni.
Á veraldarvefnum má finna urmul af góðu fræðsluefni um vindorku, vindmyllur og rafmagnsframleiðslu. Kidwind er verkefni styrkt af orkumálaráðuneyti USA, á síðu þeirra má finna fjölda fyrirlestra, verkefna og alls kyns uppýsingar um vindorku.
Af Vísindavefnum