Vísindasmiðjan farin af stað

Vísindasmiðjan var opnuð í dag á ný eftir sumarfrí þegar nemendur Háaleitisskóla komu í heimsókn í morgun. Það mátti heyra á gestum að heimsóknin væri skemmtileg og fróðleg í senn og skein bros af hverju andliti. Vísindasmiðjan er því komin á fullt aftur og verður með opið þriðjudaga til föstudaga í allan vetur.

Við þökkum Háaleitisskóla fyrir komuna og hlökkum til að taka á móti fleiri skólum. Hér að að neðan má sjá myndir úr fyrstu heimsókn vetrarins. En fleiri myndir má sjá hér.