Vísindasmiðjan í Flúðaskóla

Baldur heldur utan um vindmyllusmiðjur í Vísindasmiðjunni. Hjá honum læra krakkar um rafmagn og fá að hanna, smíða og prófa eigin vindmyllur. 

Nýlega fór hann á vegum Vísindasmiðjunnar í heimsókn í Flúðaskóla, þar sem hann var með námskeið ásamt tveimur verkfræðinemum frá Háskóla Íslands. 

Nemendur og kennarar Flúðaskóla voru ánægðir með þessa heimsókn, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.