Vísindasmiðjan opin á degi Legókeppninnar

Auk þess að taka á móti grunnskólanemendum fer starfsfólk Vísindasmiðjunnar oft og tíðum í ferðir með tól sín og tæki á ýmsar hátíðir og eru hluti af skemmtidagskrá. Á undanförnum vikum hefur Vísindasmiðjan m.a. verið á Fjölskyldudegi Verkfræðingafélagsins og heimsótt Bókasafn Kópavogs. 

Þann 11.nóvember n.k. verður hin árlega FirstLegoLeague haldin í Háskólabíói. Þá munu á þriðja hundrað keppenda á grunnskólaldri fylla Háskólabíó og etja þar kappi í vélmennakappleik, liðsheild og forritun, en það eru þeir flokkar sem í er keppt í FirstLegoLeague. Á hverju er eitt þema gegnum gangandi í keppninni og er þema ársins 2017 Vatn.

Samhliða keppni verður gestum og gangandi boðið til hátíðar sem mun fara fram í anddyri Háskólabíós. Þar koma fyritæki og stofnanir sem tengjast Vatni á einn eða annan hátt og kynna starfsemi sína á áþreifanlegan og skemmtilegan hátt fyrir gestum. Meðal þeirra sem verða á staðnum eru Landsvirkjun sem sendir gesti út í heim sýndarveruleika og nemendur í Næringarfræði við Háskóla Íslands sem munu t.d. svara spurningunni um hversu mikið vatn rennur í gegnum líkama okkar á einu ári. Einnig verða Krumma, Team Spark og Nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði á staðnum. 

Vísindasmiðjan mun einnig opna dyr sínar þennan dag og bjóða gestum og gangandi að stíga inn í heillandi veröld vísindanna.

Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir í Háskólabíó,11.nóvember frá 12:30 til 15:30