First Lego League leiðbeinendasmiðja 17.ágúst 2020 - skráning

Mánudaginn 17. ágúst 2019 kl.13-16 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands.

Þessi vinnusmiðja er ætluð fyrir leiðbeinendur liða í First Lego League keppninni sem Háskóli Íslands stendur að hér á landi. Keppnin er margþætt og snertir ekki bara á forritun og verkefnalausn heldur, byggir hún einnig á liðsheild, heilbrigðri samkeppni, og rannsóknum og nýsköpun tengdum þema keppninnar. Það er því að mörgu að hyggja og því býður Háskólinn upp á kynningar og þessa vinnusmiðju fyrir leiðbeinendur liðanna.

Vinnusmiðjan er haldin í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í ágúst 2020. Fyrir hádegi er farið fyrir keppnina í ár en eftir hádegi verður farið í forritun Lego-þjarksins fyrir þá sem þess þurfa (valkvætt).

Fyrir þá sem ekki komast sökum staðsetningar þá munum við bjóða upp á þátttöku í gegnum fjarskiptaforritið Zoom. Sendið tölvupóst á Rögnu Skinner ragnaskinner@hi.is til að fá hlekk á Zoom-fundinn þegar þar að kemur.