Forritunarsmiðja fyrir börn félagsmanna VFÍ

Sunnudaginn 17.mars hélt Vísindasmiðjan forritunarsmiðju fyrir börn starfsfólks Verkfræðingafélagsins sem er einn helsti samstarfsaðili Vísindasmiðjunnar.

Á námskeiðinu spreyttu krakkarnir sig við að tengja ljóstvist (LED peru) við Raspberry Pi tölvu með tengivírum og brauðbretti.

Fyrst var rafrás með ljóstvist tengd við tölvuna og svo var tölvan forrituð til að stýra ljósunum. Þá fengu þau einnig að spreyta sig á að tengja hnapp og skynjara við tölvuna svo hún geti brugðist við umhverfinu.

Hér má skoða verkefnin sem krakkarnir spreyttu sig á: http://visindasmidjan.hi.is/verkefni/forritun/gpio_scratch_forritun