Hvað höfum við gert?

Á sunnudag hóf göngu sína ný íslensk þáttaröð um loftslagsmál og þá vá sem náttúrunni steðjar af mannkyninu.

Þættirnir, sem verða tíu talsins, eru sýndir á RÚV en það er okkar eini sanni stjörnu Sævar Helgi, vísindamiðlari Vísindasmiðjunnar, sem leiðir áhorfendur í allan sannleikann um stöðuna í loftslagsmálum.

Við hvetjum alla eindregið til að fylgjast með "Hvað höfum við gert?" því hér er á ferð mikilvæg og áhrifarík þáttaröð um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Loftslagsmál eru mikilvægustu mál okkar tíma og þótt þættirnir fylli ekki alla bjartsýni á hvert stefnir þá er svo sannarlega von ef við tökum höndum saman!