Legoforritunarsmiðja fyrir foreldra

Legoforritunarsmiðja fyrir foreldra

Háskóli Íslands og Vísindasmiðjan bjóða upp á vinnusmiðju í UTmessu-vikunni fyrir foreldra í forritun LEGO Mindstorms þjarka fimmtudaginn 6. febrúar frá klukkan 19:30 til 21:00.

Í vinnusmiðjunni verður Legokeppnin kynnt stuttlega og svo fá foreldrar að spreyta sig við að forrita legoþjarkana og leysa þrautir. Unnið verður í hópum og fær hver hópur sinn þjark. Hámarksfjöldi í vinnusmiðjunni er því 15 manns.

Markmiðið smiðjunni er að veita foreldrum tækifæri á að kynnast betur því starfi sem börnin taka þátt í þegar þau skrá sig til leiks í Legokeppninni sem og þeim tækifærum sem í boði eru með að nýta legoforritunina í leik starfi og kennslu á borð við stærðfræði.

Vinsamlegast skráið ykkur hér.

Dagsetning: 
Thursday, February 6, 2020 -
19:30 to 21:00