Micro:bit tölvan

Hvað er micro:bit tölvan?

Hér er stutt útskýring með myndbandi og texta um micro:bit.

http://krakkaruv.is/myndband/um-microbit

Hvernig forritum við micro:bit tölvuna?

Hægt er að búa til forrit fyrir micro:bit með ýmsum ritlum og á fjölda forritunarmála.

Við ætlum þó að halda okkur við Blokkforritun.

Hér er stutt útskýring og myndband með texta um ritilinn.

http://krakkaruv.is/myndband/um-ritilinn

Hvernig færum við forrit yfir á micro:bit tölvuna?

Þegar við höfum búið til forrit í ritlinum þá ýtum við á download.

Þá næst tengjum við tölvuna með snúrunni og birtist hún þá sem drif í "my computer" rétt eins og hefðbundinn usb lykill gerir.

Þá drögum við skránna sem við hlóðum niður úr ritlinum yfir í micro:bit drifið. Við það yfirskrifast eldra forrit á tölvunni og nýja forritið byrjar að keyra.

http://krakkaruv.is/myndband/forrit-fyrir-microbit

Micro:bit verkefni

Á vef Kóðans má finna fjöldann allan af verkefnum og áskorunum. Nú skulum við byrja á því að spreyta okkur á nokkrum þeirra á slóðinni hér fyrir neðan.

Þess má geta að í flestum tilvikum eruverkefnin meira krefjandi því hærra númer sem það hafa.

http://krakkaruv.is/kodinn/askoranir

Micro:bit: Takkar, skynjarar og broadcast

Nú ætlum við að fara í nokkuð krefjandi verkefni. Þar munum við kynnast ýmsum ólíkum þáttum líkt og samskiptum milli tveggja tölva, tengingu á hljóðgjöfum, skynjurum og ýmsum litlum brögðum í forritun.

Nú skulum við halda áfram og útfæra spurningabjöllukerfi.

http://krakkaruv.is/myndband/spurningabjalla-hopverkefni