Microbit tækjaforritun

Micro:bit tölvurnar henta vel til forritunarkennslu og mikið til af kennsluefni. Fókus þessarar kennarasmiðju er að tengja micro:bit tölvur við tæki eins og mótora og skynjara, og forrita inn ákveðna virkni.

Markmiðið er að þátttakendur fái þekkingu og reynslu til að nýta tækjaforritun í eigin starfi. Farið verður yfir Microsoft MakeCode ritilinn og þann tækjabúnað sem þarf umfram micro:bit tölvurnar. Lunginn af vinnusmiðjunni er þó verklegur þar sem þátttakendur setja saman tæki sem stýrt er af micro:bit tölvu.

Ekki er þörf á að koma með neinn búnað í vinnusmiðjuna, en við ráðleggjum þátttakendum að mæta með þann tækjabúnað sem þau munu styðjast við í kennslu ef það er í boði.

Verkefnaleiðbeiningar tengdar smiðjunni má finna á verkefnasíðu Microbit tækjaforritunar.

Yfirlit yfir búnað má sjá á innkaupalista fyrir tækjaforritunarsmiðju í skólastarfi. Hafið endilega samband ef þið hafið nánari spurningar um búnaðarmá á ykkar starfsstöð.