Vinnusmiðja fyrir Félag raungreinakennara

Laugardaginn 23.mars hélt Vísindasmiðjan vinnusmiðju fyrir kennara á framhaldsskólastigi í samvinnu við Félag raungreinakennara.

Farið var í notkun forritunar til líkanagerðar og mælinga. Forritunarmálin Processing og Python voru notuð og gagnleg verkfæri í kennslu kynnt til sögunnar.

Verkefnin voru bæði eftir forskrift og opin þar sem þátttakendur leystu verkefni án þekktrar lausnar.

Hér má lesa frekar um innihald námskeiðisins: http://visindasmidjan.hi.is/kennarasmidjur/likanagerd_og_maelingar