Vísindasmiðjan í Hörpu í fjórða sinn

Í fyrra fékk Vísindasmiðjan styrk úr Barnamenningarsjóði til að setja upp vísindasýningar í samstarfi við Hörpu veturinn 2019-20. Settar voru upp þjár sýningar fyrir áramót (í ágúst, september og október), sú þriðja var haldin núna um helgina og svo verða aðrar tvær; önnur í febrúar og hin í mars.

Sem fyrr var góð aðsókn og gaman fyrir okkur að setja upp sýningu í þessu fína rými. Við nýttum líka tækifærið til að keyra tvær nýjar vinnusmiðjur; aðra sem byggði á valslsöngvugerð og hin snérist um fleti með óvenjulega margar hliðar; m.a. Möbíusarborða og hexahexaflexagona.

Næsta sýning í Hörpu er 22. febrúar og verður reyndar með áherslu á vinnusmiðjur. Svo ljúkum við þessari runu 21. mars með stórri vísindasýningu í ætti við þá sem boðið var upp á um helgina. Vísindasmiðjan verður þar að auki með opið hús á Háskóladaginn 29. febrúar svo það eru nokkur tækifæri til að kíkja við nú á næstunni.