Vísindasmiðjan í Hörpu - vinnusmiðjur

Vísindasmiðjan í Hörpu - vinnusmiðjur

Kl 13 -16
Fundarherbergin Vísa og Stemma á fyrstu hæð
Allir velkomnir – ÓKEYPIS FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður upp á vinnusmiðjur fyrir alla fjölskylduna þar sem áherslan er m.a. á að tengja saman vísindi og listir með margvíslegum hætti.

Í boði eru spennandi vinnusmiðjur fyrir alla aldurshópa; tilraunir, þrautir, tæki og tól.

  • Viltu búa til þitt eigið vasaljós í lóðunarsmiðju?
  • Spreyta þig á vindmyllugerð og orkunotkun?
  • Forrita þína eigin tónlist í Scratch og Sonic Pi?
  • Kynnast óvenjulegum hljóðfærum?

Takmarkaður fjöldi gesta kemst að í vinnusmiðjunum en hver þeirra stendur í 20 - 40 mínútur og nóg annað hægt að uppgötva, skoða og gera meðan beðið er eftir lausu plássi.

Á sama tíma býður Harpa upp á Skoðunarferðir um leynistaði Hörpu fyrir forvitna krakka og tónleikaröðin Reikistjörnur verður með tónleika með HUGINN. Svo ýmislegt verður í boði fyrir alla fjölskylduna.  

Vísindasmiðjan í Hörpu er opin kl.13 til 16, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnar. 

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og er hluti af fjölskyldudagskrá Hörpu veturinn 2019-2020.

https://visindasmidjan.hi.is
https://www.facebook.com/visindasmidjan/

 

Dagsetning: 
Saturday, February 22, 2020 -
13:00 to 16:00