Vísindaveisla Alþjóðadeildar Landakotsskóla

Mánudaginn 20. maí héldu nemendur úr Alþjóðadeild Landakotsskóla sannkallaða Vísindaveislu eða "Science Fair" í anddyri Háskólabíós þar sem þau kynntu margvísleg og spennandi rannsóknarverkefni sín.

Nemendur völdu sér rannsóknarspurningu og leituðust svo við að svara henni. Dæmi um verkefni voru tilraunir voru rannsóknir á fylgni milli augnlitar og sjónar, rannsókn á því hvort hægt sé að skipta út sítrónusýru fyrir sítrónusafa til að búa til ódýrari baðbombur, hlutföll efna fyrir besta sápukúluvatnið og virkni ávaxtarafhlaða.

Veislan var skipulögð af starfsfólki Alþjóðadeildar í samstarfi við Vísindasmiðjuna og voru starfsmenn Vísindasmiðjunnar, þau Ari, Guðrún og Martin, meðal dómara sem mátu verkefnið.

Viðburðurinn var opinn öllum skólanum og fjölmargir nemendur, foreldrar og systkini litu við.