Heimatilraunir

Við í Vísindasmiðjunni höfum verið iðin við að ígrunda hvað við getum gert til að koma til móts við skólahópa og aðra gesti sem við venjulega værum að taka á móti. Við erum með nokkur járn í eldinum en ætlum að byrja á því að setja saman stutt myndbönd með heimatilraunum: Einföldum tilraunum með hversdagslegum hlutum sem líklegt er að fólk finni heima hjá sér, eða hafi nokkuð greitt aðgengi að.

Verkefnin má finna hér á heimasíðunni okkar með því að smella á „Verkefni“ í valstikunni efst á síðunni, og myndahnappnum „Heimatilraunir“ á verkefnasíðunni sem þá birtist.

Næstu daga og vikur munu fleiri heimatilraunir bætast í sarpinn. Fylgið okkur á Facebook, Twitter eða Youtube til að fá tilkynningar þegar nýjar heimatilraunir birtast.