Clone of Microbit tækjaforritun - skráning

FULLBÓKAÐ

Mánudaginn 19. ágúst 2019 kl.13-15

Micro:bit tölvurnar henta vel til forritunarkennslu og mikið til af kennsluefni. KrakkaRÚV-vefurinn kodinn.is inniheldur mikið af gagnlegu efni en í þessari vinnusmiðju verður farið skrefinu lengra og microbit tölvur tengdar við tæki eins og mótora og skynjara.

Námskeiðið hentar þeim sem einhverju reynslu hafa af Microbit forritun og vilja bæta við sig þekkingu á því hvernig hægt sé að fara skrefinu lengra og tengja tölvurnar við mótora og skynjara. Byrjendanámskeið verður haldið síðar í vetur.

Markmiðið er að þátttakendur fái þekkingu og reynslu til að nýta tækjaforritun í eigin starfi. Farið verður yfir MakeCode ritilinn og þann tækjabúnað sem þarf umfram micro:bit tölvurnar, en lunginn af vinnusmiðjunni er verkleg þar sem þátttakendur setja saman tæki sem stýrt er af micro:bit tölvu.

Ekki er þörf á að koma með neinn búnað í vinnusmiðjuna, en við ráðleggjum þátttakendum að mæta með þann tækjabúnað sem þau munu styðjast við í kennslu ef það er í boði.