Ánægjustundir fyrir úkraínsk börn

Vísindasmiðjan, í samstarfi við Facebook-hópinn  "Ánægjustundir fyrir úkraínsk börn" býður flóttamönnum frá Úkraínu í heimsókn mánudagana 28.mars og 4. apríl.
Þar býðst úkraínskum fjölskyldumeðlimum á öllum aldri að kynnast undrum vísindanna með gangvirkum og lifandi hætti í gegnum fjölbreytt tæki og tól Vísindasmiðjunnar.
Einnig verður boðið upp á skemmtilegar smiðjur þar sem smíðaðar verða titringsvélar sem teikna myndir og einfaldar rafrásir sem kveikja á litlum perur.
 
Við hlökkum til að taka á móti þessum góða hópi!