Heimsóknum skólahópa og viðburðum frestað fram á haust

Vegna þeirra takmarkana sem settar verða á samskipti næstu vikur og mánuði vegna COVID-19-faraldursins sjáum við okkur því miður ekki fært að taka á móti skólahópum í Vísindasmiðjunni það sem eftir er af þessu skólaári. Háskóli Íslands hefur unnið af kappi með stjórnvöldum, landlækni og sóttvarnalækni við að draga úr smithættu og vill með þessu vinna í þágu öryggis allra, ekki síst unga fólksins. Þessi ákvörðun er tekin í samræmi við önnur samfélagtengd verkefni Háskóla Íslands sem starfsfólk Vísindasmiðjunnar skipuleggur og tekur þátt í og hefur nú ýmist verið aflýst eða frestað fram á haust: https://www.hi.is/frettir/haskola_unga_folksins_aflyst_og_ferdum_haskolalestar_frestad

Áætlað er að Vísindasmiðjan opni að nýju í haust en að sjálfsögðu með tilliti til aðstæðna í samfélaginu þá. Við munum hafa samband við þá sem eiga bókanir sem hafa fallið niður og bjóða ykkur sérstakan forgang þegar við opnum fyrir bókanir fyrir skólaárið 2020-2012.  

Að gefnu tilefni bendum við ykkur á verkefnasíðuna okkar en þar má finna ýmis fróðleg og skemmtileg verkefni sem nýta má í kennslu sem og heima við fyrir alla fjölskylduna: http://visindasmidjan.hi.is/verkefni. Tímanum næstu vikurnar verður vel varið við að setja inn fleiri verkefni og vinna önnur þróunarverkefni og hvetjum við ykkur endilega til að fylgjast með síðunni okkar sem og fylgja okkur á Facebook.

Kær kveðja og hlökkum til að sjá ykkur síðar!

Starfsfólk Vísindasmiðjunnar