Jöklar - listir og vísindi

Í gær fengum við litlu vini okkar á leikskólanum Sæborg aftur í heimsókn. En þau hafa verið að rannsaka jökla undir handleiðslu Jelena Bjeletic deildarstjóra og öðrum kennurum og mun grein eftir Jelenu birtast í InSEA tímariti listkennara um þessa vinnu þeirra. Heimsóknin er hluti af LÁN verkefninu, sem Vísindasmiðjan tekur þátt í, eða Listrænt ákall til náttúrunnar, þar sem unnin eru verkefni sem tvinna saman náttúrufræði og listgreinar með sjálfbærni og umhverfisvitund í brennidepli og styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Eftir að mætt í síðustu viku til þess að hlusta á og spjalla við Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru þau spennt að mæta aftur í gær í Vísindasmiðjuna, en í þetta skipti til þessa að vinna heilan dag með myndlistarkonunni Önnu Líndal sem hefur verið virk í jöklarannsóknum. Niðurstöður rannsókna vinnur hún með aðferðum myndlistar. Anna kynnti fyrir þeim vinnubrögð þeirra sem stunda rannsóknir uppi á jöklum, fóru krakkarnir m.a. í jöklagöngu á staðnum, settu upp tjald og skoðu ýmislegt sem má finna í jöklum.

Það verður frábært að fá að fylgjast með hvernig þau vinna úr þessum spennandi heimsóknum.