Síðasti hópur vors

Vorið hefur verið undurfagurt. Bjart og oft hlýtt. Það hefur líka verið bjart yfir gestum Vísindasmiðju Háskóla Íslands undanfarnar vikurnar. Síðasti hópurinn í vetur kom á miðvikudaginn og voru það nemendur í 9. bekk Vatnsendaskóla sem luku vetri hér í Vísindasmiðjunni.

Hluti starfsfólks Vísindasmiðjunnar er reyndar þessa helgina á lokaáfangastað Háskólalestarinnar á Ólafsvík og Grundarfirði. Næstu gestir verða nemendur í Háskóla unga fólksins á þemadegi HUFsins en að því loknu fer starfið í sumarfasa þar til við tökum á móti gestum að nýju um miðjan septemer.

Þangað til mun heilsársstarfsfólk Vísindasmiðjunnar sinna viðhaldi á munum í Vísindasmiðjunni, og þróa vinnusmiðjur, kennarasmiðjur og samstarfverkefni sem Vísindasmiðjan kemur að.