Sólríkur dagur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Árviss Fjölskyldudagur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í lok ágústmánaðar. Þar mætti Vísindasmiðjan með sína farandsmiðju, líkt og fyrri ár, með tilraunir, tæki, tól og smiðjur. Þá var Stjörnu-Sævar okkar að líka á staðnum með sólarsjónauka og fræðslu.

Vísindasmiðjan og Verkfræðingafélag Íslands hafa í gegnum árin átt í góðu samstarfi, með það sameiginlega markmið að auka áhuga ungs fólks á vísindum, tækni og nýsköpun, jafnframt því að efla starf grunnskóla í þeim efnum.