Til hamingju með verðlaunin, Katrín og Elí

Nýlega fengu tveir snillingar úr hópi starfsfólks Vísindasmiðjunnar sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi. Katrín Agla og Þorsteinn Elí hafa bæði stundað nám í eðlisfræði undanfarin ár og meðfram krefjandi námi hafa þau m.a. verið í hlutastarfi við Vísindasmiðju HÍ og í Háskólalestinni.

Starfsfólk Vísindasmiðjunnar kemur úr röðum bæði kennara og nemenda Háskóla Íslands. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á vísindum og að miðla þeim líflega til gesta Vísindasmiðjunnar. Við óskum Katrínu og Elí innilega til hamingju með verðlaunin og árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Nánar um verðlaunin

Katrín Agla tekur við sinni viðurkenningu frá deildarforseta eðlisfræðideildar.