Vísindasmiðjan opin

Vísindasmiðjan hefur haldið starfsemi sinni gangandi að nokkuð óbreyttu síðustu vikur. Það hefur verið frábært fyrir okkur að húsið iði aftur af lífi og fjöri áhugasamra grunnskólanemendenda og kennara eftir lokun í kjölfar COVID-19 síðasta vor.

Að sjálfsögðu hefur yfirstandandi COVID-19 bylgja sett strik í reikninginn hjá sumum skólum sem hafa þurft að fresta heimsókn, en flestir skólar eru að mæta með sína hópa, sérstaklega þar sem engin blöndun er á milli skóla hér í Vísindasmiðjunni og allt okkar starfsfólk fer að sjálfsögðu eftir tilmælum almannavarna og fylgir stefnu Háskóla Íslands í sóttvörnum og viðbúnaði.