Vísindasmiðjan opnar á ný

Þá er Vísindasmiðjan loksins komin á fullt. Mikið erum við glöð að geta opnað dyrnar aftur eftir að nýjar samkomutakmarkanir í skólastarfi tóku gildi á nýju ári.

Hóparnir streyma inn enda nær fullbókað hjá okkur og allir hópar sem eiga bókað eru innilega velkomnir!

Að sjálfsögðu er allur varinn góður og rétt að ítreka að þess er gætt að engin blöndun sé á milli skóla hér í Vísindasmiðjunni og allt okkar starfsfólk fer að sjálfsögðu eftir tilmælum almannavarna og fylgir stefnu Háskóla Íslands í sóttvörnum og viðbúnaði.

Hlökkum til að sjá ykkur á nýju vísindaári!