Háskólalestin á Eskifirði - frestað

Starfsfólk Vísindasmiðjunnar verður með Háskólalestinni á Eskifirði þar sem lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur hafa verið með eindæmum góðar og hafa landsmenn á öllum aldri fjölmennt á viðburði Háskólalestarinnar.

Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla Unga Fólksins haldin fyrir grunnskólanemendur í Grunnskóla Eskifjarðar en þar að auki verður slegið upp litríkri vísindaveislu fyrir alla heimamenn í Félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði

Dagsetning: 
Saturday, May 9, 2020 -
12:00 to 16:00