Litróf ljóssins: Prismur, ljósgreiður og litrófssjár
Oft sést til regnboga þegar nýlega hefur stytt upp. Sólarljósið sem loksins brýst í gegnum skýin lendir á smáum vatnsdropum, litir ljóssins tvístrast og endurkastast til okkar sem regnbogann sjáum. Ljóstvístrunin kemur til af tvennu: Sólarljósið hvíta samanstendur í raun af öllum litum litrófsins og mismunandi litir ljóssins bogna mismikið á leið sinni í gegnum dropana.
-- Úr leiðbeinigngum: Perurnar gefa frá sér svipað ljós; hvítt með eilítið gulum blæ. Þær fara hins vegar mjög ólíkt að. Glóðarþráðarperan gefur frá sér samfellt litróf allra lita (þar með talið innrauða geisla og örlítið af útfjólubláum). Flúrperan gefur hins vegar einungis frá sér ákveðna liti, og svo til alla á sýnilega sviðinu. Þetta gerir flúrperurnar m.a. mjög sparneytnar; þær tapa engri auka orku í ósýnilega innrauða geisla sem við skynjum bara sem varma. --
Ítarefni
Spurningar af Vísindavefnum
- Hvernig myndast regnboginn?
- Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?
- Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?
- Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?
- Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?
- Af hverju eru blóm í mörgum litum?
- Af hverju er himinninn blár?
- Hvers vegna er himinninn blár?
- Af hverju er sjórinn blár?
- Af hverju er vatn glært?
- Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?