Fimmtudaginn 27.maí 2021 kl.15.00-16.30
Í tilefni af ári ljóssins árið 2015 útbjó Vísindasmiðjan Ljósakassann sem gjöf til allra grunnskóla á landinu. Í þessari verklegu vinnusmiðju er farið yfir innihald kassans; hvernig hægt er að nýta hann í sýnikennslu eða verklegar æfingar fyrir nemendur, og fræðunum sem að baki fyrirbærunum sem tækin sýna.
Vísindasmiðjan/Háskólalestin útvegar allan efnivið en mælst er til þess að allir hafi fundið ljósakassann sem tilheyrir skólanum.