Ljósakassinn - Grindavík 2022

Fimmtudaginn 12.maí 2022 kl.14.30-16.00 í Grunnskóla Grindavíkur (tónmenntastofu).

Ljósakassa­­vinnu­­smiðjan er ætluð kennurum sem vilja kynnast innihaldi ljósakassans, hvernig hægt er að nýta hann í sýnikennslu eða verklegar æfingar fyrir nemendur, og fræðunum sem að baki fyrirbærunum sem tækin sýna.

Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 2015  sem Alþjóðlegt ár ljóssins með það að markmiði að vekja fólk tilvitundar um hlutverk ljóss og ljóstækni í daglegu lífi. Háskóli Íslands fagnaði þessu með margvíslegum hætti og var m.a. opnað sérstakt ljósaherbergi í Vísindasmiðjunni. Einnig útbjó Vísindasmiðjan Ljósakassann sem gjöf til allra grunnskóla á landinu. Ljósakassinn hefur að geyma fjölbreytt kennslugögn og leiðbeiningar sem tengjast ljósinu sem fyrirbæri og hefur verið notaður mikið í grunnskólum landsins. Það er okkur því mikil ánægja að geta boðið upp á þetta námskeið, sérstaklega fyrir nýja kennara sem ekki hafa haft tækifæri á að kynna sér kassann nú þegar.

Vinnismiðjan er verkleg þar sem farið er yfir nokkur verkefni sem hægt er að vinna með nemendum og eðlisfræðina sem liggur að baki þeim.

Upplýsingaefni um innihald ljósakassans má svo alltaf nálgast á síðu ljósakassans hér á vef Vísindasmiðjunnar.

Vísindasmiðjan/Háskólalestin útvegar allan efnivið en mælst er til þess að allir hafi fundið ljósakassann sem tilheyrir skólanum.