Í lok sumars býður Vísindasmiðja Háskóla Íslands upp á fjórar kennarasmiðjur á undirbúningsdögum fyrir skólasetningu. Að þessu sinni verða fjórar smiðjur í boði og verða þær með upplýsingatækni- og eðlisfræðiþema.
Mánudagur 17. ágúst kl. 10-16
First Lego League leiðbeinendasmiðja: Undirbúningsnámskeið fyrir leiðbeinendur í Lego forritunarkeppninni.
Þriðjudagur 18. ágúst kl. 10-15
Leikur að rafrásum: Vinnusmiðja fyrir náttúrufræðikennara á mið- eða unglingastigi sem vilja auka skilning sinn á rafmagnsfræði og leikni sína í einföldum rafmagnsfræðiverkefnum sem nýta má í kennslu.
Miðvikudagur 19. ágúst kl. 13-15
Ljósakassinn: Vinnusmiðja fyrir kennara sem vilja kynnast innihaldi ljósakassans, hvernig hægt er að nýta hann í sýnikennslu eða verklegar æfingar fyrir nemendur, og fræðunum sem að baki fyrirbærunum sem tækin sýna.
Fimmtudagur 20. ágúst kl. 13-15
Fyrstu skref með Microbit: Vinnusmiðja fyrir kennara sem vilja kynnast eða rifja upp forritunarkennslu með Microbit tölvunum.