Dagana 19. og 20. mars 2021 verður ráðstefna um náttúrufræðimenntun haldin í netheimum, þar sem starfsfólk Vísindasmiðjunnar verður með eftirfarandi þrjú erindi:
Vísindasýningar
Vísindasýningar (Science Fairs) eru haldnar í grunn- og framhaldsskólum um víða veröld. Á Íslandi hafa kennarar og skólar verið að þróa og prófa sig áfram með þetta form. Í málstofunni á rástefnunni munum við fjalla stuttlega um útfærslu vísindasýninga, heyra reynslusögur, skiptast á hugmyndum og horfa til framtíðar. Þrír reyndir kennarar, þær Dögg Lára úr Langholtsskóla, Hildur Arna úr Skarðshlíðaskóla og Laurie Berg úr Alþjóðadeildinni í Landakotsskóla, munu kynna sínar útfærslur og þær bjargir sem þær nýta í kennslunni.
Fyrir þau sem áhuga hafa á því að kynna sér málið nánar munum við svo bjóða upp á kennarasmiðju um vísindasýningar í formi menntabúða í Vísindasmiðjunni 12. apríl til þess að fá dýpri kynningu og tækifæri til að ræða útfærslur og samstarf nánar.
Þjarkar, þrautir og Ungir vísindamenn
Kennaranámskeið og verkfærakistur
Eitt þriggja meginmarkmiða Vísindasmiðjunnar er að styðja við kennslu sviði náttúru- og raunvísinda. Til að ná því markmiði hefur Vísindasmiðjan hefur staðið fyrir símenntunarnámskeiðum með áherslu á verklegar æfingar frá vorinu 2017 og dreift kennslugögnum í skólana. Í málstofunni verður farið stuttlega yfir það sem í boði hefur verið og rætt í hvaða áttir við hyggjumst halda.