Fimmtudaginn 5.maí 2022 kl.15.00-16.30, á bókasafninu Hvolsskóla
Micro:bit tölvurnar komast fyrir í litlum lófa og eru einfaldar að forrita með íslensku viðmóti. Þær má einnig auðveldlega nota til að stýra íhlutum á við mótora eða ljós, og jafnvel tengja skynjara við þær. Tölvurnar má þannig nota til að virkja hluti sem nemendur skapa í raunheimum.
Smiðjan er verkleg og Vísindasmiðjan útvegar micro:bit tölvurnar. Mælst er til þess að þátttakendur mæti með fartölvu áþekka því sem nemendur þeirra mundu nota. Ekki er krafist neinnar undirstöðu í forritun.