Söngsnáðinn

-- Úr leiðbeiningum: Þegar þú talar eða syngur inn í dósina skella hljóðbylgjurnar á teygjanlegri himnu sem titrar í takt við hljóðið. Á himnunni er áfastur speglandi flötur og leisigeisli látinn speglast frá honum yfir á munninn á teikningunni. Við ákveðin skilyrði sem ákvarðast af öldulengd hljóðbylgjunnar og lengd dósarinnar ná hljóðbylgjurnar að leggjast hver við aðra í takt og magna hljóðið upp líkt og þegar rólu er rólað sífellt hærra (kallað hermun) með því að bæta örlítið við sveifluna í hverri umferð á réttum tíma. Þegar sveiflan nær því að vera nógu öflug sveiflast himnan í botni dósarinnar í takt við hljóðið og varpar speglandi flöturinn geislanum sífellt eftir sama ferli. Mismunandi tónar gefa ólík form og mismikið viðbragð. --

Ítarefni