Skautun ljóss

Hreyfimynd af rafsegulbylgju.Ljósbylgjur eru þverbylgjur í raf- og segulsviði: svokallaðar rafsegulbylgjur. Skautunarstefna bylgjunnar er sú stefna sem rafsviðið sveiflast í (merkt með bláum lit á myndinni hér til hliðar).

Skautunarsían er gerð úr löngum, leiðandi fjölliðum sem liggja allar eins. Þegar rafsvið ljósbylgju sveiflast samsíða fjölliðunum, rekur það straum eftir þeim svo ljósið dofnar við það að ljósorkan fer í að hreyfa rafeindirnar. Bylgja með rafsegulsvið þvert á fjölliðurnar nær hins vegar ekki að mynda neinn straum og því kemst hún nær óskert í gegn.

Mynd sýnir deyfingu ákveðinnar skautunarstefnu.Þetta svipar til þess að titrandi strengur liggi í gegnum grindverk eða aðrar aflangar raufar. Sveiflur samsíða raufunum ná í gegn en grindurnar stoppa bylgjur sem skautaðar eru þvert á þær. Þegar tvær síur snúa þvert á hvor aðra kemst ekkert ljós í gegn, því það sem kemst í gegnum aðra, kemst ekki í gegnum hina.