Inni í öllum raftækjum, hvort sem það er farsími, internetbeinir, fjarstýring eða stafrænt úr, eru vírar sem tengja hina ýmsu íhluti saman. Yfirleitt eru vírarnir greiptir í svokallaða prentplötu. Platan úr trefjagleri með þunnu lakklagi sem einangrar og ver koparvírana. Lakkið er yfirleitt grænt á litinn sem gefur prentplötunum áþekkt útlit.
Þessar grænu plötur hafa margir séð en fáir átt við. Í þessari vinnusmiðju eru búin til einföld vasaljós með því að lóða nokkra íhluti á prentplötu.