Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður með opna listræna vísindasmiðju í samtali við sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar.
Allir sem koma í safnið á þessum tíma geta fengið að reyna sig og taka þátt í smiðjunni.
Skráning ekki nauðsynleg en öllum reglum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir framfylgt.
Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Markmiðið er að gera heim samtímalistar aðgengilegan. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna, þar er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira. Við bjóðum unglinga, ungmenni og alla sem eru forvitnir um samtímalist sérstaklega velkomna!
Ókeypis fyrir börn og fullorðna í fylgd barna á sýningar safnsins á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi í Vetrarfríi grunnskólanna 17.-20. febrúar. Ásmundarsafn er lokað vegna sýningaskipta en Ásmundargarður er öllum opinn og tilvalið að nota appið Útilistaverk í Reykjavík / Reykjavík Art Walk til að fara í létta fjölskylduleiðsögn um garðinn.
Dagsetning:
Saturday, February 19, 2022 -
13:00 to 16:00