Opið hús í Vísindasmiðjunni

Opið hús í Vísindasmiðjunni

Laugardaginn 19. nóvember 2022. fer fram úrsltakeppni First Lego keppninnar og af því tilefni verður opið hús í Vísindasmiðjunni frá 12:30 til 16:30.

Í keppninni etja grunnskólanemendur kappi í nokkrum greinum út frá ákveðnu þema sem í ár snýst um orkuframleiðslu og orkunotkun. Viðburðurinn er opinn almenningi og hægt verður að skoða lausnir keppenda á nýsköpunarverkefninu og fylgjast með vélmennakappleiknum í stóra sal Háskólabíós.

Keppnin stendur yfir frá kl. 9:00 til 15:40 en húsið verður opið almenningi frá kl.12:30. Öllum er velkomið að fylgjast með og sækja Vísindasmiðjuna heim.

Dagsetning: 
Saturday, November 19, 2022 -
12:30 to 16:30