Heimsmarkmiða - Sólrún

Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir.

Vísindasmiðjan leggur áherslu á að tvinna heimsmarkmiðin inn í allt sitt starf og ný smiðja leit dagsins ljós hjá okkur nú í haust. Í Heimsmarkmiðasmiðjunni fá nemendur að spreyta sig í skemmtilegu borðspili og taka svo þátt í umræðum undir leiðsögn Sólrúnar Sigurðardóttur, sem nýlega hefur tekið við starfi verkefnisstjóra sjálfbærni- og umhverfismála hjá HÍ. Hún tók við af Þorbjörgu Söndru sem var með umhverfismálasmiðjur hjá okkur síðasta skólaár.

Líkt og aðrir leiðbeinendur Vísindasmiðjunnar deyr Sólrún ekki ráðalaus í samkomubanni, snéri sinni smiðju upp í fjarsmiðju og útbjó leiðbeiningar svo kennarar og nemendur um allt land geti notið og prófað sig áfram.

Sólrún er útskrifuð með MS í Umhverfis- og auðlindarfræði frá Háskóla Íslands, vann sem starfsnemi með samtökunum Landvernd að fyrstu rannsókn á magni matarsóunar á reykvískum heimilum.

Það verður spennandi að sjá hvernig þessi smiðja á eftir að vaxa og dafna, enda af nægu að taka í sjálfbærni- og umhverfismálum.